Golf

McIlroy valinn kylfingur ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rory McIlroy átti mjög gott tímabil á PGA mótaröðinni
Rory McIlroy átti mjög gott tímabil á PGA mótaröðinni vísir/Getty

Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í þriðja skipti á ferlinum.

McIlroy vann FedEx bikarinn með því að vinna lokamót PGA mótaraðrinnar, en hann hafði áður unnið Players risamótið og RBC Opna kanadíska á mótaröðinni á tímabilinu.

Norður-Írinn varð 14 sinnum á meðal efstu tíu á PGA mótum á tímabilinu, en hann tók þátt í 19 mótum.

Viðurkenningin er veitt eftir kosningu kylfinganna á mótaröðinni og er þetta í þriðja skipti sem félagar McIlroy velja hann bestan. Hann hafði áður unnið 2012 og 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.