Golf

McIlroy valinn kylfingur ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rory McIlroy átti mjög gott tímabil á PGA mótaröðinni
Rory McIlroy átti mjög gott tímabil á PGA mótaröðinni vísir/Getty
Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í þriðja skipti á ferlinum.McIlroy vann FedEx bikarinn með því að vinna lokamót PGA mótaraðrinnar, en hann hafði áður unnið Players risamótið og RBC Opna kanadíska á mótaröðinni á tímabilinu.Norður-Írinn varð 14 sinnum á meðal efstu tíu á PGA mótum á tímabilinu, en hann tók þátt í 19 mótum.Viðurkenningin er veitt eftir kosningu kylfinganna á mótaröðinni og er þetta í þriðja skipti sem félagar McIlroy velja hann bestan. Hann hafði áður unnið 2012 og 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.