Handbolti

Steini Arndal: Við létum Hauk líta helvíti vel út í dag

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Sigursteinn þurfti að horfa upp á tap hjá sínum mönnum í fyrsta leik
Sigursteinn þurfti að horfa upp á tap hjá sínum mönnum í fyrsta leik vísir/vilhelm
„Ég er svekktur“ voru fyrstu viðbrögð Sigursteins Arndal, þjálfara FH, eftir tveggja marka tap gegn Selfossi á heimavelli.

„Selfyssingar voru virkilega öflugir og mættu með gott „attitude“ enn vissulega vonbrigði að tapa og margt í okkur leik í dag sem var ekki nógu gott“

FH átti í erfiðleikum með að finna lausnir á varnarleik Selfyssinga, Steini segir að þeir hafi reynt ýmislegt sem gekk misvel.

„Við reyndum ýmislegt og vorum eiginlega í bölvuðu basli með flest allt en þetta er stundum svona. Við höfum klárlega eitthvað til að taka heim og æfa okkur með.“

Þrátt fyrir að vera undir nær allan leikinn þá gáfust FH-ingar ekki upp og segir Steini það aldrei hafa verið inní myndinni að gefast upp.

„Það kom líka aldrei neitt annað til greina en að sýna þessa verkefni alvöru virðingu og reyna að berjast. Enn það voru bara alltof margir hlutir í okkar leik sem fúnkeruðu ekki í dag.“

Haukur Þrastarson, kom að nær öllum sóknaraðgerðum Selfoss í leiknum, Steini viðurkennir að hann hafi reynst þeim afar erfiður.

„Við létum hann líta helvíti vel út í dag, en hrós á hann líka, hann spilaði frábærlega.“ sagði Sigursteinn að lokum
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.