Handbolti

Fertugur Guðjón Valur maður leiksins í fyrsta heimaleiknum í París

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón fagnar einu marki í gær.
Guðjón fagnar einu marki í gær. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins af heimasíðu PSG eftir þriggja marka sigur liðsins, 32-29, á Nantes á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni.Leikurinn var liður í annarri umferð deildarinnar en Guðjón gekk í raðir PSG í sumar frá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var hans fyrsti heimaleikur.Hornamaðurinn magnaði gerði vel og skoraði sex mörk í frumraun sinni á heimavelli Parísar-liðsins. Hann vakti mikla lukku meðal áhorfenda.

„Í sínum fyrsta heimaleik klúðraði Íslendingurinn ekki miklu. Hann endaði leikinn með sex mörk og fékk mikið lof frá áhorfendum,“ segir á heimasíðu félagsins.„Hann sem fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum átti frábæran leik og gerði vel í sóknarleik PSG gegn frábærum Emil Nielsen,“ en Emil er markvörður Nantes.Næsta verkefni Guðjóns og félaga er í Meistaradeildinni en um liðna helgi mætir liðið Zagreb í Króatíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.