Handbolti

Fertugur Guðjón Valur maður leiksins í fyrsta heimaleiknum í París

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón fagnar einu marki í gær.
Guðjón fagnar einu marki í gær. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins af heimasíðu PSG eftir þriggja marka sigur liðsins, 32-29, á Nantes á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var liður í annarri umferð deildarinnar en Guðjón gekk í raðir PSG í sumar frá Rhein-Neckar Löwen. Þetta var hans fyrsti heimaleikur.

Hornamaðurinn magnaði gerði vel og skoraði sex mörk í frumraun sinni á heimavelli Parísar-liðsins. Hann vakti mikla lukku meðal áhorfenda.
„Í sínum fyrsta heimaleik klúðraði Íslendingurinn ekki miklu. Hann endaði leikinn með sex mörk og fékk mikið lof frá áhorfendum,“ segir á heimasíðu félagsins.

„Hann sem fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum átti frábæran leik og gerði vel í sóknarleik PSG gegn frábærum Emil Nielsen,“ en Emil er markvörður Nantes.

Næsta verkefni Guðjóns og félaga er í Meistaradeildinni en um liðna helgi mætir liðið Zagreb í Króatíu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.