Handbolti

Ellefu marka sigur í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristján Andrésson fer vel af stað með Rhein-Neckar Löwen
Kristján Andrésson fer vel af stað með Rhein-Neckar Löwen vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Balingen-Weilstetten í Íslendingaslag í þýsku Bundesligunni í kvöld.Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Rhein-Neckar unnu öruggan 11 marka sigur á heimavelli þegar Oddur Grétarsson og félagar mættu í heimsókn.Rhein-Neckar hafði verið yfir 17-12 í hálfleik og vann leikinn 37-26. Alexander Petersson komst ekki á blað hjá Ljónunum en Oddur skoraði fjögur fyrir Balingen.Kiel vann fjögurra marka sigur á Flensburg-Handewitt 28-24. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.