Lífið

Kylie Jenner svarar erfiðum spurningum og Stormi sló í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kylie Jenner mætti með Stormi til Ellen í skemmtilegan dagskrálið.
Kylie Jenner mætti með Stormi til Ellen í skemmtilegan dagskrálið.
Bandaríska samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner, sem hefur náð því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringur sögunnar, mætti í vikunni í reglulegan dagskrálið Ellen sem ber nafnið Burning Questions.Þar þurfti hún að svara erfiðum spurningum en dóttir hennar Stormi mætti með henni og tók þátt.Jenner er aðeins 22 árs gömul og hefur auðgast mikið á snyrtivörumerkjalínu sinni Kylie Cosmetic. Auðæfi Jenner eru nú metin á einn milljarð dollara, eða því sem nemur um 120 milljörðum íslenskra króna.Stormi Webster fæddist 1. febrúar 2018 og á hún stúlkuna með rapparanum Travis Scott.Hér að neðan má sjá hvernig gekk hjá milljarðamæringnum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.