Handbolti

Viggó sá eini sem vann í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viggó er á sínu fyrsta ári í þýska boltanum en lék áður í Austurríki.
Viggó er á sínu fyrsta ári í þýska boltanum en lék áður í Austurríki. vísir/getty
Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag en aðeins einn þeirra var í sigurliði.Seltirningurinn Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark þegar Leipzig vann Göppingen með eins marks mun, 26-25.Það var Íslendingaslagur þegar Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo heimsóttu lærisveina Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen. Bjarki Már skoraði eitt mark en liðin skildu jöfn, 26-26.Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson nýtti öll fimm skot sín þegar Stuttgart steinlá fyrir Fuchse Berlin, 36-27.Þá átti Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar og Ragnars Jóhannssonar, ekki góðan dag þegar liðið heimsótti Hannover-Burgdorf. Lokatölur 30-24. Arnór Þór var markahæstur í liði Bergischer með 5 mörk en Ragnar skoraði tvö.Að endingu steinlágu lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn fyrir Wetzlar, 34-27.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.