Handbolti

Viggó sá eini sem vann í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viggó er á sínu fyrsta ári í þýska boltanum en lék áður í Austurríki.
Viggó er á sínu fyrsta ári í þýska boltanum en lék áður í Austurríki. vísir/getty

Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag en aðeins einn þeirra var í sigurliði.

Seltirningurinn Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark þegar Leipzig vann Göppingen með eins marks mun, 26-25.

Það var Íslendingaslagur þegar Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo heimsóttu lærisveina Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen. Bjarki Már skoraði eitt mark en liðin skildu jöfn, 26-26.

Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson nýtti öll fimm skot sín þegar Stuttgart steinlá fyrir Fuchse Berlin, 36-27.

Þá átti Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar og Ragnars Jóhannssonar, ekki góðan dag þegar liðið heimsótti Hannover-Burgdorf. Lokatölur 30-24. Arnór Þór var markahæstur í liði Bergischer með 5 mörk en Ragnar skoraði tvö.

Að endingu steinlágu lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn fyrir Wetzlar, 34-27.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.