Lífið

Söngvari The Cars er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ric Ocasek var meðal stofnmeðlima The Cars um miðjan áttunda áratugarins.
Ric Ocasek var meðal stofnmeðlima The Cars um miðjan áttunda áratugarins. Getty
Ric Ocasek, aðalsöngvari bandarísku sveitarinnar The Cars, er látinn, 75 ára að aldri.

Ocasek lést á heimili í New York, en fjölskylda hans kom að honum meðvitundarlausum og kallaði þá til sjúkralið.

The Cars átti sinn þátt að hrinda af stað nýbylgjunni í tónlist undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda. Frægasta lag The Cars er tvímælalaust lagið Drive sem kom út 1984.





Sveitin The Cars var stofnuð í Boston um miðjan áttunda áratugnum af þeim Ocasek og Benjamin Orr. Meðal fyrstu smella The Cars má nefna Just What I Needed, My Best Friend's Girl og Good Times Roll.

Eftir að sveitin lagði upp laupana undir lok níunda áratugarins hóf Ocasek sólóferil og starfaði einnig sem framleiðandi fyrir sveitirnar Weezer, Bad Beligion og No Doubt.

Orr lést úr krabbameini árið 2000 en Ocasek og eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar komu saman árið 2011 og gáfu þá út eina plötu til viðbótar. Þeim var veitt innganga í Frægðarhöll rokksins árið 2018.

Ocasek lætur eftir sig eiginkonu, fyrirsætuna Paulina Porizkova, og sex syni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×