Handbolti

Sveinn klúðraði ekki skoti og Arnar Birkir kom að sex mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Birkir lék vel í kvöld.
Arnar Birkir lék vel í kvöld. vísir/vilhelm

SønderjyskE fer vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en þeir unnu í kvöld þrettán marka sigur, 36-23, á KIF Kolding í Íslendingaslag.

Mikið var skorað í fyrri hálfleiknum en SønderjyskE leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 20-15.

Þjálfararnir hafa eitthvað rætt um þétta raðirnar í hálfleik því Kolding skorað einungis átta mörk í síðari hálfleik og SønderjyskE gekk á lagið.

Sveinn Jóhannsson nýtti öll fjögur færi sín af línunni og Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk og lagði upp fjögur í liði SønderjyskE.

Þeir eru með fjögur stig af sex mögulegum í 4. sætinu en Kolding er án stiga á botni deildarinnar. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.