
Ólöglegir vextir og óraunhæfar væntingar
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu.
Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há.
Skoðun

(Þrætu)epli bara á jólunum
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Sóknarfæri í ferðaþjónustu
Sigurður Valur Sigurðsson skrifar

Svikin loforð eða óþolandi seinagangur?
Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar

Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Áramótaheit óvissunnar
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir skrifar

Þegar það eina sem mig dreymdi um var að sitja í rólegheitum og slaka á
Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar

Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi
Hlín Bolladóttir skrifar

Tilboð, tilboð!
Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar

Spilling, hvaða spilling?
Bolli Héðinsson skrifar

Höfum ekki flugviskubit - flugferðir vernda náttúruna
Þórir Garðarsson skrifar

Spilling í sparifötum – opið bréf til dómsmálaráðherra
Eva Hauksdóttir skrifar

Kvenveldisávarpið
Arnar Sverrisson skrifar

Vertu fyrirmynd
Signý Gunnarsdóttir skrifar

Er ég nógu merkilegur?
Friðrik Agni Árnason skrifar

Munum
Drífa Snædal skrifar