Handbolti

Kiel hafði betur í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir skoraði 34. og síðasta mark Kiel gegn Bergischer.
Gísli Þorgeir skoraði 34. og síðasta mark Kiel gegn Bergischer. vísir/getty
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark þegar Kiel vann Bergischer, 29-34, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var jöfn, 17-17.Kiel er í 4. sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Hannover-Burgdorf.Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Bergischer sem er í 11. sæti deildarinnar með fimm stig.Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk þegar Stuttgart tapaði fyrir Hannover-Burgford, 23-28. Stuttgart er enn með sitt eina stig í 17. sæti deildarinnar.Þá tapaði Balingen-Weilstetten fyrir Wetzlar, 33-34. Oddur Gretarsson var ekki á meðal markaskorara hjá Balingen sem er í 12. sæti deildarinnar með fjögur stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.