Handbolti

Kiel hafði betur í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir skoraði 34. og síðasta mark Kiel gegn Bergischer.
Gísli Þorgeir skoraði 34. og síðasta mark Kiel gegn Bergischer. vísir/getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark þegar Kiel vann Bergischer, 29-34, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var jöfn, 17-17.

Kiel er í 4. sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Hannover-Burgdorf.

Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Bergischer sem er í 11. sæti deildarinnar með fimm stig.

Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk þegar Stuttgart tapaði fyrir Hannover-Burgford, 23-28. Stuttgart er enn með sitt eina stig í 17. sæti deildarinnar.

Þá tapaði Balingen-Weilstetten fyrir Wetzlar, 33-34. Oddur Gretarsson var ekki á meðal markaskorara hjá Balingen sem er í 12. sæti deildarinnar með fjögur stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.