Golf

Guðmundur Ágúst kláraði á 11 undir pari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og er nú byrjaður að reyna fyrir sér á Áskorendamótaröðinni
Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og er nú byrjaður að reyna fyrir sér á Áskorendamótaröðinni mynd/gsí/seth

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk keppni á KPMG Trophy mótinu í Belgíu í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur Ágúst byrjaði fjórða og síðasta hringinn í dag vel og fékk tvo fugla á fyrstu fimm holum sínum í dag. Hann fékk svo örn á 18. holu, sem var níunda hola dagsins hjá honum, og eftir níu holur var hann því á fjórum höggum undir pari í dag.

Hann missti högg strax á 1. holu, hans tíundu, en paraði svo næstu sjö holur. Á lokaholu dagsins fékk hann annan skolla og fór því hringinn á tveimur höggum undir pari.

Það þýðir að hann lýkur leik á ellefu höggum undir pari og þegar hann kom í hús var hann jafn í 48. sæti.

Efsti maður mótsins þegar þetta er skrifað er Jack Senior frá Englandi, hann er á 21 höggi undir pari eftir 12 holur á lokahringnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.