Handbolti

Bjarki Már markahæstur í stóru tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenski landsliðsmaðurinn færði sig um set í Þýskalandi í sumar.
Íslenski landsliðsmaðurinn færði sig um set í Þýskalandi í sumar. vísir/getty
Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu illa fyrir Magdeburg í annari umferð þýsku Bundesligunnar í handbolta í dag.

Bjarki Már, sem kom til Lemgo frá Füchse Berlin í sumar, var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk í 24-32 tapi.

Heimamenn í Lemgo höfðu verið yfir 15-12 í hálfleik en gestirnir voru miklu sterkari í seinni hálfleik og völtuðu yfir Lemgo.

Magdeburg situr á toppi deildarinnar eftir tvo leiki með fullt hús og 20 mörk í plús á meðan Lemgo er með tvö stig eftir sigur í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×