Handbolti

Haukar með bakið upp við vegg eftir fyrri leikinn gegn Plzen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Magnússon er þjálfari Hauka.
Gunnar Magnússon er þjálfari Hauka. vísir/vilhelm

Haukar eru í efiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn tékkneska liðinu Talent Plzen í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Tékkarnir höfðu betur, 25-20.

Gestirnir frá Tékklandi byrjuðu af miklum krafti og komust meðal annars í 9-3 en Haukarnir gekk ekkert að skora í fyrri hálfleik.

Staðan var 13-7 fyrir Plzen í hálfleik og þrátt fyrir áhlaup Hauka í síðari hálfleik héldu gestirnir alltaf góðri forystu. Munurinn varð að endingu fimm mörk, 25-20.

Síðari leikur liðanna fer fram að viku liðinni í Tékklandi en ljóst er að Haukar eru komnir með bakið upp við vegg.

Adam Haukur Baumruk var í sérflokki í liði Hauka en hann gerði sex mörk. Hornamaðurinn Halldór Ingi Jónasson gerði þrjú mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.