Viðskipti innlent

Ráðin nýr fjár­mála­stjóri ORF

Atli Ísleifsson skrifar
Auður Árnadóttir.
Auður Árnadóttir. ORF Líftækni

Auður Árnadóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri hjá ORF Líftækni. Auður tekur við starfinu af Júlíusi B. Kristinssyni sem verður nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá ORF segir að Auður hafi starfað sem fjármálastjóri í yfir sextán ár, bæði hér á landi og í Bretlandi.

„Síðastliðið ár starfaði Auður hjá Advania Data Centers, þar sem hún leiddi aðskilnað reksturs gagnavera frá Advania Ísland. 2011-2018 starfaði Auður hjá Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, eða frá opnunarári hússins og á meðan rekstri var komið á fót, starfsemin fjármögnuð og skipulögð. Þar áður var Auður fjármálastjóri Geysis Green Energy, sem var með verkefnafélög og samstarfsverkefni víða um heim, og fjármálastjóri samstæðu AT Toolcentre Ltd í Bretlandi. Auður er með MBA og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

ORF Líftækni framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins sem seld eru til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. Um sjötíu manns starfa nú hjá fyrirtækinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.