Handbolti

Fer hver að verða síðastur að fá miða með Íslendingunum á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn íslenska liðsins hafa verið líflegir á síðustu mótum.
Stuðningsmenn íslenska liðsins hafa verið líflegir á síðustu mótum. vísir/getty
Miðasala fyrir EM í handbolta í janúar hefur gengið vel hjá HSÍ. Riðill Íslands fer fram í Malmö og greinilega margir sem ætla að nýta sér þægilega staðsetningu mótsins að þessu sinni.

HSÍ fékk úthlutað 650 miðum til stuðningsmanna Íslands sem vilja sitja saman. Afar lítið er eftir af þeim miðum. Ef svo ólíklega vill til að þeir seljist ekki upp fara þeir í almenna sölu þann 15. september.

Þeir sem vilja sitja í stemningunni geta sent tölvupóst á midar@hsi.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, netfang, síma og óskum um miðafjölda hvern dag.

Almenn miðasala fer svo fram hér.

Ísland er í riðli með Danmörku, Ungverjalandi og Rússum. Leikir Íslands í riðlinum fara fram 11., 13., og 15. janúar. Fyrst mætir liðið Dönum, svo Rússum og loks Ungverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×