Körfubolti

Brutust inn og stálu NBA-meistara­hringnum hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
JaVale McGee er hér með þeim Draymond Green og Kevin Durant þar sem þeir eru nýbúnir að fá meistarahringinn afhentan fyrir sigurinn í NBA árið 2018.
JaVale McGee er hér með þeim Draymond Green og Kevin Durant þar sem þeir eru nýbúnir að fá meistarahringinn afhentan fyrir sigurinn í NBA árið 2018. Getty/Ezra Shaw
NBA leikmaðurinn JaVale McGee varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að það var brotist inn hjá honum á heimili hans í Los Angeles borg.JaVale McGee er nú leikmaður Los Angeles Lakers liðsins en hann lék áður með Golden State Warriors og varð meðal annars tvisvar sinnum NBA-meistari með félaginu.Innbrotsþjófarnir höfðu talsvert upp úr krafsinu því þeir komust yfir meira en tvö hundruð þúsund Bandaríkjadali sem og skartgripi í innbrotinu. Tvö hundruð þúsund dalir eru meira en 25 milljónir íslenskra króna.TMZ sagði frá innbrotinu og þar kom fram að þjófarnir hafi komist yfir annan af meistarahringjum JaVale McGee frá því að hann var leikmaður meistaraliðs Golden State Warriors 2017 og 2018.Innbrotsþjófarnir tóku með sér tvo peningaskápa af heimili McGee. Þeir komu inn á laugardaginn en McGee áttaði sig ekki á því fyrr en á þriðjudag.Það kemur ekki fram í frétt TMZ um hvorn hringurinn var um að ræða en þjófarnir tóku líka skíðagleraugun sem JaVale McGee fagnaði titlinum með í klefanum eftir annan NBA titilinn.Lögreglan er með málið í rannsókn en lögreglumenn eru að skoða efni úr öryggismyndavélum. Það hjálpaði örugglega ekki til að þjófarnir fengu nokkra daga forskot.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.