Sturlað stríð Kolbeinn Marteinsson skrifar 6. september 2019 07:00 Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Lyf Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar