Menntun svarar stafrænu byltingunni Lilja Alfreðsdóttir skrifar 6. september 2019 07:00 Stafræna byltingin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Miklu af þeirri þjónustu sem við áður sóttum til fyrirtækja eða opinberra aðila sinnum við nú sjálf í gegnum snjallsíma. Sjálfvirknivæðingin, sýndarveruleikinn og gervigreindin eru komin til að vera og eru að umbylta landslagi menntunar og vinnumarkaðar. Í gegnum tíðina hafa falist mörg tækifæri fyrir Ísland í tæknibyltingum. Við höfum séð vinnumarkaðinn gjörbreytast á stuttum tíma og menntun verður að mæta þessum nýju og spennandi tímum. Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfsþjálfun af öllu tagi. Sem dæmi um gott viðbragð við breyttum tímum er nýtt nám sem hófst við Verzlunarskóla Íslands nú í haust. Það ber yfirskriftina „Stafræn viðskiptalína“ og er skipulagt í góðu samstarfi við atvinnulífið, meðal annars í gegnum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Markmið námsins er að mæta nýjum þörfum atvinnulífsins en sérstaða námsins er meðal annars fólgin í áföngum sem tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla. Þá fer hluti námsins fram í starfsnámi sem útfært verður í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Þegar ég heimsótti nemendur á þessari nýju braut í vikunni spurði ég þá af hverju þetta nám hefði orðið fyrir valinu. Svörin voru margvísleg en eitt stóð upp úr: „Við vitum hversu mikilvægt það er að við höfum góðan skilning á forritun, bæði til að skilja samfélagið og hvað bíður okkar.“ Ég fagna nýjungum í menntun á Íslandi og sérstaklega þeim sem miða að því að mæta þörfum framtíðarinnar og efla tengsl menntakerfisins við samfélagið. Ég óska Verzlunarskólanum og Samtökum verslunar og þjónustu til hamingju með þennan áfanga og nýja námið.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Stafræna byltingin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Miklu af þeirri þjónustu sem við áður sóttum til fyrirtækja eða opinberra aðila sinnum við nú sjálf í gegnum snjallsíma. Sjálfvirknivæðingin, sýndarveruleikinn og gervigreindin eru komin til að vera og eru að umbylta landslagi menntunar og vinnumarkaðar. Í gegnum tíðina hafa falist mörg tækifæri fyrir Ísland í tæknibyltingum. Við höfum séð vinnumarkaðinn gjörbreytast á stuttum tíma og menntun verður að mæta þessum nýju og spennandi tímum. Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfsþjálfun af öllu tagi. Sem dæmi um gott viðbragð við breyttum tímum er nýtt nám sem hófst við Verzlunarskóla Íslands nú í haust. Það ber yfirskriftina „Stafræn viðskiptalína“ og er skipulagt í góðu samstarfi við atvinnulífið, meðal annars í gegnum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Markmið námsins er að mæta nýjum þörfum atvinnulífsins en sérstaða námsins er meðal annars fólgin í áföngum sem tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla. Þá fer hluti námsins fram í starfsnámi sem útfært verður í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Þegar ég heimsótti nemendur á þessari nýju braut í vikunni spurði ég þá af hverju þetta nám hefði orðið fyrir valinu. Svörin voru margvísleg en eitt stóð upp úr: „Við vitum hversu mikilvægt það er að við höfum góðan skilning á forritun, bæði til að skilja samfélagið og hvað bíður okkar.“ Ég fagna nýjungum í menntun á Íslandi og sérstaklega þeim sem miða að því að mæta þörfum framtíðarinnar og efla tengsl menntakerfisins við samfélagið. Ég óska Verzlunarskólanum og Samtökum verslunar og þjónustu til hamingju með þennan áfanga og nýja námið.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun