Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga ber að tryggja einstaklingum og fjölskyldum með lágar tekjur öruggt húsnæði á boðlegum kjörum.
Biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengdust til muna eftir efnahagshrunið 2008 þegar ófremdar ástand ríkti á húsnæðismarkaði. Á kjörtímabilinu 2014 - 2018 fjölgaði félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík um 400, og gera áætlanir borgarinnar ráð fyrir að fjölga þeim um 600 til viðbótar til ársins 2023. Tæplega áttatíu prósent alls félaglegs leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavik, en þar búa rúmlega 56% íbúa svæðisins. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar fyrir hverja þúsund íbúa, en í Garðabæ er sama hlutfall um 2 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra leiguíbúða væri það sama í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík væru því um þúsund fleiri félagslegar leiguíbúðir á svæðinu en raunin er.
Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á fyrstu átta mánuðum ársins og gera áætlanir ráð fyrir að fjölga þeim um alls 125 til ársloka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu alls 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í ágúst var 31 ibúð úthlutað, eða einni á hverjum einasta degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Núverandi áform um fjölgun íbúða byggja á ítarlegri þarfagreiningu sem er raunhæf í framkvæmd.
Vinstri græn í borginni standa vaktina hér eftir sem hingað til og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.
Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.

Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG
Skoðun

Íslenskt rafeldsneyti í eigu þjóðarinnar
Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Miley Cyrus, laukurinn og framhjáhöldin
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Framfarir í þágu þolenda ofbeldis
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Hvað myndirðu gera ef barnið þitt kæmi heim með sýnilega áverka?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Næsta stopp er: Háskólastrætó
Viktor Pétur Finnsson skrifar

Fjölskylduvænar breytingar í Hveragerði
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar

Sólveig Anna og Trump
Sveinn Waage skrifar

STOPP ofbeldi - Með góðri fræðslu getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina!
Harpa Pálmadóttir,Sigrún Sóley Jökulsdóttir skrifar

Flotið vakandi að feigðarósi
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sjálfbær þróun sjávarútvegs
Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar

Hvar verður þú 18. ágúst 2036?
Stefán Pálsson skrifar

Varúð í viðskiptum. Skrúðklæði. Jónsbók.
Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Ofbeldi mæðra gegn börnum sínum og feðrum þeirra
Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Upplýsingagjöf í sjálfbærni
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar

Stelpurnar okkar verða mömmur
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar