Golf

Birgir Leifur og Guðmundur á einu undir pari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Ágúst hefur gert góða hluti í sumar
Guðmundur Ágúst hefur gert góða hluti í sumar mynd/gsímyndir.net/seth

Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson halda áfram að haldast í hendur á Open de Bretagne mótinu og eru jafnir fyrir lokahringinn.

Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst fóru þriðja hringinn í mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, á einu höggi undir pari og eru samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu.

Það var mikið líf í hringnum hjá Guðmundi. Hann fékk fimm fugla og fjóra skolla á holunum átján. Birgir Leifur var aðeins rólegri, fékk fjóra fugla og þrjá skolla.

Allir kylfingar hafa lokið keppni á þriðja hring og eru Íslendingarnir jafnir í 18. - 27. sæti. Þjóðverjinn Sebastian Heisele leiðir mótið á átta höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.