Golf

Birgir Leifur og Guðmundur á einu undir pari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Ágúst hefur gert góða hluti í sumar
Guðmundur Ágúst hefur gert góða hluti í sumar mynd/gsímyndir.net/seth
Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson halda áfram að haldast í hendur á Open de Bretagne mótinu og eru jafnir fyrir lokahringinn.Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst fóru þriðja hringinn í mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, á einu höggi undir pari og eru samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu.Það var mikið líf í hringnum hjá Guðmundi. Hann fékk fimm fugla og fjóra skolla á holunum átján. Birgir Leifur var aðeins rólegri, fékk fjóra fugla og þrjá skolla.Allir kylfingar hafa lokið keppni á þriðja hring og eru Íslendingarnir jafnir í 18. - 27. sæti. Þjóðverjinn Sebastian Heisele leiðir mótið á átta höggum undir pari.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.