Leikjavísir

Íslendingar unnu Evrópumótið í Overwatch

Samúel Karl Ólason skrifar
Overwatch er mjög svo vinsæll leikur sem keppt er í um heim allan.
Overwatch er mjög svo vinsæll leikur sem keppt er í um heim allan. Vísir/GETTY
Strákarnir í landsliði Íslands gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumótið í tölvuleiknum Overwatch. Það gerðu þeir með því að sigra Danmörku 3-0 í úrslitaleiknum og með sigrinum tryggði liðið sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Bandaríkjunum seinna á árinu.Í landsliði Íslands í Overwatch eru þeir Arnaldur Ingi Stefánsson (Futhark), Finnbjörn Jónasson (Finnsi), Hafþór Hákonarson (Hafficool), Hilmar Þór Heiðarsson (SteelDragons), Kristófer Númi Valgeirsson (Númi), Sindri Már Gunnarsson (Sindri) og Snorri Hafsteinsson (SnorrLaxZ).Sjá einnig: Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildinAf þeim eru þeir Finnbjörn og Hafþór atvinnumenn í Overwatch en landsliðið sigraði lið annarra ríkja sem voru fullskipuð af atvinnumönnum. Í útsláttarkeppninni sigraði Ísland Portúgal, Pólland, Ísrael, Þýskaland og að lokum tóku sigurinn á móti Danmörku í úrslitum.

Hér má sjá viðureign Íslands og Danmerkur. Watch Team Iceland vs Team Israel | Eurocup from teamnorwayow on www.twitch.tv Hér má svo sjá stutta kynningu á strákunum í liðinu.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.