
Hvernig geta minnstu skólar landsins skarað frammúr?
Úreltar röksemdarfærslur
Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi.
Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.
Samstarf er lykillinn
Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum.
Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.
Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf
Skoðun

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar

80 dauðsföll á þessu ári
Sigmar Guðmundsson skrifar

Lægstu barnabætur aldarinnar?
Kristófer Már Maronsson skrifar

Hvað gera bændur nú?
Trausti Hjálmarsson skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Sjúkraliðar mættir til leiks
Sandra B. Franks skrifar

Íslendingar standa ekki gegn hatri
Þórarinn Hjartarson skrifar

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar
Erna Bjarnadóttir skrifar

Svandís sýndi á spilin
Birgir Dýrfjörð skrifar

Sumar hinna háu sekta
Ingvar Smári Birgisson skrifar

Má Landsvirkjun henda milljörðum?
Rafnar Lárusson skrifar

Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar
Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar

Vindmyllur á Íslandi
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Verndun villtra laxastofna
Bjarni Jónsson skrifar

Reykjavíkurborg hefur fjárfest í starfsumhverfi leikskóla fyrir 4 milljarða króna
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Mikil uppbygging leikskóla í Reykjavík
Skúli Helgason skrifar

Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Háskólar 21. aldarinnar
Davíð Þorláksson,Katrín Atladóttir skrifar

Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Auðlindin okkar – andsvar
Daði Már Kristófersson skrifar

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar

Félagsleg samskipti eru forsenda góðrar heilsu
Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar

Forgangsverkefni / hurfu í money heaven
Davíð Bergmann skrifar

Manstu ekki eftir mér?
Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Munaðarlausir Þingeyingar
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar