Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar 14. október 2025 11:00 Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær rekið HHH - Hinsegin hitting í Hafnarfirði, fyrir ungmenni á mið- og unglingastigi grunnskóla. Um félagsmiðstöð er að ræða með opnunartíma eitt kvöld í viku og er hún sérstaklega sniðin að þörfum hinsegin ungmenna. Starf HHH hefst yfirleitt samhliða öðrum félagsmiðstöðvum í bænum, strax í kjölfar skólabyrjunar á haustin. Nú er hins vegar kominn 14. október og enn hefur ekkert spurst til hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Þessa dagana tekur Hafnarfjarðarbær þátt í viku félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með opnum húsum og kynningu á dagskrá félagsmiðstöðva bæjarins. Því er við hæfi að nýta tækifærið til að spyrja hversu lengi í viðbót hinsegin ungmenni í Hafnarfirði þurfa að bíða eftir að félagsmiðstöðin þeirra opni. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggt rými til að njóta tómstunda. Sjálfur hef ég starfað í HHH og séð hversu góð áhrif það hefur á hinsegin ungmenni að eiga samastað þar sem þau fá tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun og kynnast jafningjum með svipaða lífsreynslu og þau sjálf. Í ljósi hatrammrar fjölmiðlaumræðu undanfarinna vikna um hinsegin fólk, sem hefur vafalaust haft áhrif á líðan hinsegin ungmenna í samfélaginu, er sérstaklega vont að ekki sé hægt að taka utan um þennan viðkvæma hóp. Vandræði á vandræði ofan HHH er ekki eina dæmið um vandræðagang Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við tómstundir ungmenna. Frægt er þegar meirihluti bæjarstjórnar tók óvænta og illa undirbúna ákvörðun í maí í fyrra um að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þá átti eitthvað nýtt og betra að taka við strax um haustið, en það liðu heilir 15 mánuðir þar til nýtt ungmennahús opnaði dyr sínar í Nýsköpunarsetrinu nú í haust. Með lokun Hamarsins var ýmsum tækifærum fyrir hafnfirsk ungmenni fórnað, m.a. 14 milljóna króna styrk frá ríkinu til sértæks tómstundastarfs fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Í Hamrinum var einnig starfrækt hópastarf fyrir hinsegin ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára, en síðastliðina 15 mánuði hefur ekkert slíkt starf staðið þessum ungmennum til boða. Ákvörðun um lokun Hamarsins virðist hafa verið tekin með allt annað en velferð ungmenna í huga. Forgangsröðum í þágu ungmenna Nokrrir fyrrum starfsmenn HHH tóku sig til og sendu á dögunum bréf til bæjarstjóra, embættismanna og fulltrúa fræðsluráðs þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum og óánægju með stöðu mála. „Við teljum það bæði óásættanlegt og óvirðingu við ungmennin og starfið sem hefur verið byggt upp í gegnum árin, að láta málið dragast áfram án sýnilegra aðgerða,“ segir í bréfinu. „HHH hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir hinsegin ungmenni og fjölskyldur þeirra í Hafnarfirði og skiptir verulegu máli fyrir velferð þeirra og öryggi.“ Nauðsynlegt er að efla fjárfestingu í velferð ungmenna í Hafnarfirði og vanda betur til verka þegar kemur að tómstundastarfi í bænum. Illa rökstuddar ákvarðanir um lokanir tómstundaúrræða og vandræðagangur í rekstri annarra eru því miður til marks um metnaðar- og áhugaleysi meirihluta bæjarstjórnar á málaflokknum. Það er óásættanlegt að komið sé svona fram við einhvern viðkvæmasta hóp ungmenna í bæjarfélaginu. Í kosningunum næsta vor gefst okkur tækifæri til að skipta um kúrs og forgangsraða betur í þágu ungmennanna okkar. Höfundur er fyrrum starfsmaður HHH og varafulltrúi í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar