Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 13. október 2025 09:02 Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennafrídagurinn Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Þær ruddu brautina og sýndu fram á alvöru hugtaksins jafnrétti með því að taka til óspilltra málanna, halda ráðstefnu og skipuleggja kvennfrí eða kvennaverkfall eins og það var í raun. Árið var 1975 og Allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga það ár málefnum kvenna sem varð til þess að konur víða um heim skipulögðu viðburði því tengdu. Sá íslenski bar af, var einstaklega fjölmennur og vakti athygli víða um heim. Ásthildur Ólafsdóttir (1933-2018) húsmóðir og ein af skipuleggjendum útifundar Kvennafrídagsins á Lækjartorgi 1975 tók til máls á fundinum. Ég hvet ykkur öll til að lesa alla ræðu hennar inn á kvennaar.is en hún sagði meðal annars: ,,Við vitum hvað við viljum. Við viljum jafnrétti í raun. Við viljum að konur fái að velja sér störf rétt eins og karlmennirnir. Við viljum fá að njóta gáfna okkar og hæfileika rétt eins og þeir. Við viljum að það þyki eðlilegt að karlmennirnir gegni húsmóðurstörfum engu síður en konur. Við viljum útmá hugtökin karla- og kvennastörf. Við viljum að í hvert starf sé valið með tilliti til kunnáttu og hæfileika en ekki kynferðis. Og við viljum að starf sé metið að verðleikum, en ekki með tilliti til þess, hvort það sé unnið af karli eða konu.” Nú fimmtíu árum seinna eiga þessi orð enn við og þess vegna þarf íslenskt samfélag að ákveða hvernig á að halda áfram. Stríð, loftslagsbreytingar og pólarisering í samfélaginu hafa valdið afturför í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna um allan heim. Þó við hér á landi séum komin lengra en mörg önnur ríki eigum við enn langt í land til að ná fullu jafnrétti. Enn er launamunur milli kynja og konur í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstörfum en í miklum meirihluta þegar kemur að umönnunar- og láglaunastörfum. Konur gera frekar hlé á námi eða starfsferli til að sinna ungum börnum sínum. Konur eru frekar umönnunaraðilar veikra ættingja og bera enn oftast ábyrgð á þriðju og fjórðu vaktinni. Konur með litla menntun eru líklegri til að berjast í bökkum og ef örorka eða börn eru einnig í spilinu, glíma margar ef ekki allar við fátækt. Dómar þar sem karlkyns gerendur eiga í hlut eru enn allt of vægir, gerendameðvirkni gegnsýrir kerfin okkar og enn er hvers kyns ofbeldi gegn konum alltof algengt. Aðgerða er sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins Tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum og metið fólk og störf að verðleikum. Höldum áfram að skapa samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast. Þar sem kvenfrelsi og félagslegt réttlæti allra er sjálfsagt og engra orða um þau mál þörf. Höfundur er menntunarfræðingur.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun