Handbolti

Bjarni: Ekki lið sem þú rúllar yfir á fimm mínútum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni var sáttur með sína stráka í kvöld.
Bjarni var sáttur með sína stráka í kvöld. vísir/bára

„Ég var nokkuð ánægður með okkur. Það er svakalega erfitt að koma hingað og mæta nýliðum í fyrsta leik,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn á Fjölni, 26-33, í Olís-deild karla í kvöld.

ÍR-ingar voru yfir allan tímann og hleyptu Fjölnismönnum eiginlega aldrei inn í leikinn.

„Við leiddum þetta nokkuð þægilega allan tímann en um leið og við fórum út úr skipulagi refsuðu þeir. Fjölnismenn eru þolinmóðir og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur. Þetta eru skynsamir strákar og þetta er ekki lið sem þú rúllar yfir á fimm mínútum,“ sagði Bjarni.

Fjölnir kom með vísi að áhlaupi um miðjan seinni hálfleikinn. Bjarni hafði samt ekki áhyggjur þótt munurinn færi niður í þrjú mörk.

„Ég var slakur. Þetta var bara akkúrat það sem þú mátt ekki gera gegn þessu liði. Leyfa sér tvísýna hluti og fara út úr skipulagi. En við vorum fljótir að laga þetta,“ sagði Bjarni.

Hann kveðst ánægður með byrjunina á tímabilinu og vonast til að ÍR-ingar byggi ofan á sigurinn í kvöld.

„Það er alltaf gott að vinna fyrsta sigurinn. En þetta er langt mót og við þurfum að vera einbeittir í hverjum leik,“ sagði Bjarni að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.