Golf

Fjórir fuglar á þriðja hring hjá Guðmundi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst mynd/gsímyndir.net/seth
Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti góðan þriðja hring á KPMG Trophy mótinu í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.Guðmundur komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu í gær og hóf hann þriðja hringinn í dag mjög vel með tveimur fuglum í röð á fyrstu tveimur holunum.Hann fékk einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum, á þeirri sjöttu. Hann fékk fjórða fuglinn á 11. holu en fékk svo skolla á þeirri sextándu og kláraði hringinn á þremur höggum undir pari.Hann er samtals á níu höggum undir pari í mótinu og er jafn í 42. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.