Golf

Fjórir fuglar á þriðja hring hjá Guðmundi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst mynd/gsímyndir.net/seth

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti góðan þriðja hring á KPMG Trophy mótinu í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu í gær og hóf hann þriðja hringinn í dag mjög vel með tveimur fuglum í röð á fyrstu tveimur holunum.

Hann fékk einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum, á þeirri sjöttu. Hann fékk fjórða fuglinn á 11. holu en fékk svo skolla á þeirri sextándu og kláraði hringinn á þremur höggum undir pari.

Hann er samtals á níu höggum undir pari í mótinu og er jafn í 42. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.