Golf

Haraldur Franklín í öðru sæti í Finnlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. VÍSIR/GETTY
Haraldur Franklín Magnús lenti í öðru sæti á Timberwise opna finnska mótinu í golfi sem lauk í dag. Mótið er hluti af Nordic Tour mótaröðinni.Haraldur Franklín spilaði mjög vel á lokahringum í dag og fór hann á fimm höggum undir pari. Haraldur fékk samtals sex fugla og einn skolla á hringnum.Hann var í heildina á níu höggum undir pari í mótinu, aðeins höggi á eftir Anton Wilbertsson frá Svíþjóð. Jarand Ekeland Arnöy frá Noregi var jafn Haraldi í öðru sæti.Fjórir aðrir Íslendingar kepptu á mótinu í Finnlandi. Bjarki Pétursson lenti í fimmta sæti á fimm höggum undir pari. Hann var að spila á sínu fyrsta móti á mótaröðinni.Rúnar Arnórsson, Andri Þór Björnsson og Axel Bóasson misstu allir af niðurskurðinum og tóku því ekki þátt á loka deginum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.