Golf

Haraldur Franklín í öðru sæti í Finnlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. VÍSIR/GETTY

Haraldur Franklín Magnús lenti í öðru sæti á Timberwise opna finnska mótinu í golfi sem lauk í dag. Mótið er hluti af Nordic Tour mótaröðinni.

Haraldur Franklín spilaði mjög vel á lokahringum í dag og fór hann á fimm höggum undir pari. Haraldur fékk samtals sex fugla og einn skolla á hringnum.

Hann var í heildina á níu höggum undir pari í mótinu, aðeins höggi á eftir Anton Wilbertsson frá Svíþjóð. Jarand Ekeland Arnöy frá Noregi var jafn Haraldi í öðru sæti.

Fjórir aðrir Íslendingar kepptu á mótinu í Finnlandi. Bjarki Pétursson lenti í fimmta sæti á fimm höggum undir pari. Hann var að spila á sínu fyrsta móti á mótaröðinni.

Rúnar Arnórsson, Andri Þór Björnsson og Axel Bóasson misstu allir af niðurskurðinum og tóku því ekki þátt á loka deginum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.