Handbolti

Aron fór á kostum er Barcelona hafði betur gegn Kiel í úrslitaleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona.
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona. vísir/getty
Barcelona er heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Kiel í úrslitaleiknum í dag, 34-32, en mótið fór fram í Sádi Arabíu.

Þeir þýsku voru sterkari í fyrri hálfleik og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en í síðari hálfleik snérist þetta við.

Spænsku meistararnir gengu á lagið og unnu að endingu með tveggja marka mun, 34-32. Þetta er í fimmta skipti sem Barcelona stendur uppi sem sigurvegari í þessari keppni.

Aron Pálmarsson var frábær í liði Barcelona. Hann gerði sjö mörk og var næst markahæstur í liði Barcelona á eftir Luka Cindric.

Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel en markahæstur var Svíinn Niclas Ekberg. Hann gerði sjö mörk úr níu skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×