Enski boltinn

Liverpool hafði ekki áhuga á að fá Coutinho í sumar og ástæðan voru peningar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. vísir/getty
Liverpool hafði aldrei áhuga á því að fá Philippe Coutinho aftur til félagsins í sumar en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun.Coutinho gekk í raðir Barcelona frá Liverpool í janúar á síðasta ári en kaupverðið var 148 milljónir punda. Hann sló aldrei í gegn á Nou Camp undir stjórn Ernesto Valverde.Brassinn skrifaði í gær undir lánssamning við þýsku meistaranna í Bayern Munchen út leiktíðina en áður en sá samningur kom upp var Coutinho orðaður aftur við Anfield.Fjölmiðlar greina frá því að það hafi þó aldrei staðið til og helsta ástæðan hafi verið sú að kostnaðurinn við Coutinho hefði verið ansi mikill.

Liverpool hefði þurft að borga honum 21 milljónir punda í laun auk þess sem þeir hefðu þurft að borga Barcelona einhvern pening fyrir að fá hann lánaðan.Með Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino voru Liverpool menn ekki tilbúnir að leggja allan þennan pening í Coutinho og því fór hann til Þýskalands.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.