Skoðun

Leiðir vanþekking á ADHD til færri lögregluþjóna og fleiri fanga?

Anna Tara Andrésdóttir skrifar
ADHD er alvarlegt mál með alvarlegum afleiðingum, það getum við lögreglan kannski verið sammála um. Hins vegar dregur lyfja- og sálfræðimeðferð mjög úr líkunum á þeim alvarlegu afleiðingum. Algeng mýta er að ADHD lyf auki líkur á fíkn, hins vegar virðist það öfuga vera nær sannleikanum. Ég skal útskýra það nánar. Eitt einkenni ADHD er hvatvísi, það er að framkvæma eitthvað án þess að hugsa fyrst.Með lyfjameðferð þá eykst til muna getan til að hugsa fyrst og dregur þannig úr fíknihegðun auk þess sem almenn betri líðan hefur sömu áhrif. Einnig virðast ADHD lyf hjálpa fólki sem glímir við athyglisbrest og fíkn að verða og haldast edrú.Því miður er fólk með ómeðhöndlaðan athyglisbrest líklegra til að fara í fangelsi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar minnka líkurnar á því töluvert ef athyglisbresturinn er meðhöndlaður.Í dag eru mörg dæmi þess að föngum með ADHD sé veitt lyfja- og sálfræðimeðferð til að koma í veg fyrir að þau endurtaki fangelsisvist sína. Bíddu ha, þannig “uppfærðu” inntökuskilyrðin, sem geta dregið úr líkum þess að fólk leiti sér hjálpar, eykur líkurnar á að fólk lendi í fangelsi? Nú er ég rugluð. Er starf lögreglu að “auka” eða “minnka” líkur á refsiverðri hegðun? Er stefnan færri lögregluþjónar, fleiri fangar?Að taka lyf við ADHD er ekki það sama og að misnota lyf. Ég hélt ég þyrfti ekki að útskýra það fyrir teymi sérfræðilækna. ADHD sérfræðingurinn Dr. Barkley segir að til að misnota lyfin þurfi í raun að nota sprautu eða taka lyfin gegnum nefið og í mun meira magni en ráðlagður dagskammtur ADHD lyfja er. Hins vegar er munnleg inntaka af ráðlögðum dagskammti mjög ólíkleg til að leiða til fíknar. Þar að auki eru ekki öll ADHD lyf ávanabindandi. Listinn yfir jákvæð áhrif lyfjagjafar er of langur til að útlista hér.Í raun er helsta vandamál lyfjanna fordómarnir sem koma í veg fyrir notkun þeirra. Það hafa verið gerðar yfir 400 rannsóknir sem sýna fram á öryggi og virkni langtímanotkunar ADHD lyfja. Lyf geta hjálpað um 70-90% fólks með ADHD. Það eru engin önnur geðlyf sem ná jafn miklum árangri og ADHD lyf. Þar af leiðandi er ADHD meðhöndlanlegasta röskun sem til er og það er synd að “uppfærðu” inntökuskilyrði lögreglunnar auki fordóma og dragi úr notkun slíkra gjafar sem lyfjagjöf getur verið.Leiðir ADHD greining alltaf til verri lögregluþjóns? Nei.

Eru allir sem ekki eru með ADHD greiningu góðir lögregluþjónar? Nei. Hmm, eru sumir með ADHD einbeittari og slakari í áhættusömum aðstæðum? Já.Hvaða áreiðanlegar upplýsingar gefur ADHD greining okkur um vinnuhæfni fólks?

Hver ber ábyrgð á að upplýsa sérfræðilækna og almenning? Stakk einhver upp á því að hafa ADHD sérfræðing í sérfræðilækna teyminu? Hversu há voru launin þeirra? Ég spyr því ég er að velta því fyrir mér hvort þessi laun eigi ekki betur heima í mínum vasa því á endanum vann ég heimavinnuna þeirra.Bent var á að inntökuskilyrðin væru sambærileg og á Norðurlöndunum. Ég veit ekki alveg hver punkturinn er með þeirri röksemdarfærslu nema að aðrir unnu heldur ekki heimavinnuna sína.ADHD er alvarlegt mál með alvarlegum afleiðingum og það er alvarlegt mál að taka ADHD meðferð ekki alvarlega. Því vil ég vekja athygli á en ekki í þeim tilgangi að fæla fólk frá heldur einmitt til að hvetja fólk til að leita hjálpar, sér í lagi þar sem hjálpin er svo árangursrík.Fræðsluefni:Hér fjallar Dr. Barkley um ADHD lyf:https://www.youtube.com/watch?v=mi4DzF4haVAHér fjallar Dr. Barkley um áhættuþætti ómeðhöndlaðs ADHD í stuttu máli:https://www.youtube.com/watch?v=x_o-iNZR02QÁhættuþættir ADHD í lengra máli:https://podcasts.apple.com/es/podcast/dr-russell-barkley-untreated-adhd-reduces-life-expectancy/id1149072856?i=1000427280536&l=en&fbclid=IwAR017FN2EuvtPM-9FCTlDcyXFS1TQ6Cj65x1vC5rn2MD9oA0Xmg-mg0BTe4Skaðsemi þess að ADHD kvenna sé síður greint:https://www.youtube.com/watch?v=V6qjHQuoZKY&fbclid=IwAR3uUAOGktMQ2F4EhE3iXe07xL6qyraOfw4gV7yM0i9BF72zafnzV8wgR8EHeimildir:
Tíðni fólks með ADHD í fangelsum:https://bmcpsychiatry.biomedcentral.com/articles/10.1186/1471-244X-11-3225% fanga með ADHD og mikilvægi þess að greina og veita meðferð. Besta meðferðin er lyf og sálfræðimeðferð saman:https://bmcpsychiatry.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12888-018-1858-9

https://www.cambridge.org/core/journals/the-british-journal-of-psychiatry/article/methylphenidate-treatment-of-adult-male-prison-inmates-with-attentiondeficit-hyperactivity-disorder-randomised-doubleblind-placebocontrolled-trial-with-openlabel-extension/4F4658035F49C9B4D650CB92D4EE3F53Þróun vinnulags á að veita föngum með ADHD örvandi lyf:https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/19297632
Fólk með ADHD er tíu sinnum líklegra til að vera í fangelsi og þau kosta fangelsin meiri pening en fangar sem eru ekki með ADHD. Hér er lyfja- og sálfræðimeðferð fyrir fanga skoðuð í sparnaðarskyni:https://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1586/ern.13.22?journalCode=iern20Ég var á ráðstefnu í Barcelona þar sem var verið að kynna verkefni um að gefa föngum með ADHD lyfjameðferð 2 mánuðum áður en vistun þeirra lauk:https://www.academia.cat/files/204-6873-FITXER/JornadaMdica2019.pdf
25% þeirra sem eru í fíkniefna- og áfengismeðferð eru með ADHD. Börn sem fá lyfjameðferð eru jafnvel ólíklegri til að þróa með sér fíkn:https://www.webmd.com/add-adhd/adhd-and-substance-abuse-is-there-a-link#1
ADHD lyfjameðferð dregur úr líkum þess að þróa með sér fíkn:https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S074054721400230X
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4147667/https://www.additudemag.com/the-truth-about-adhd-and-addiction/https://www.cbsnews.com/news/adhd-stimulant-medications-do-not-increase-substance-abuse-risk-study-claims/Virkni og öryggi ADHD lyfja:https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0924977X12001988ADHD lyf auka líkur á að fólk í kókaínneyslu haldist edrú:https://www.therecoveryvillage.com/mental-health/adhd/news/study-reveals-adhd-meds-lower-risk-drug-abuse/#grefhttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6158788/https://www.drugabuse.gov/news-events/nida-notes/2016/08/slow-release-amphetamine-medication-benefits-patients-comorbid-cocaine-addiction-adhdhttps://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/08897079909511394https://ps.psychiatryonline.org/doi/full/10.1176/appi.ps.51.2.169
https://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1185/030079908X280707
ADHD heilinn framleiðir theta bylgjur sem auka slökun í áhættusömum aðstæðum:https://totallyadd.com/blog/5-superpowers-of-adhd/Russell Barkley einn mesti sérfræðingur um ADHD, hann heldur einnig utan um vikulegt blað sem birtir nýjustu rannsóknir um ADHD. Hér fjallar hann um lyf og að það hafi verið gerðar yfir 400 rannsóknir á virkni og öryggi ADHD lyfja og að ADHD sé meðhöndlanlegasta röskun sem til er:https://www.youtube.com/watch?v=UEUtX7WZu2Q&t=4434sHér færir Russell Barkley rök fyrir því að ADHD sé röskun sem eigi að taka alvarlega:https://www.youtube.com/watch?v=x_o-iNZR02QHöfundur er mastersnemi í sálfræði og tónlistarkona.Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Skoðun

Skoðun

Í mínus

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Túlkun á tölum

Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.