Körfubolti

Haukar fá bakvörð frá Valsmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Ingi Harðarson.
Gunnar Ingi Harðarson. Mynd/Fésbókin/Haukar körfubolti
Körfuboltamaðurinn Gunnar Ingi Harðarson hefur skipt um lið en ekki um lit því hann verður áfram í rauðu í vetur. Gunnar Ingi ætlar að spila Haukum í Domino´s deild karla 2019-20.Gunnar Ingi er uppalinn Ármenningur en hefur einnig spilað með KR og Fsu en síðast lék hann með liði Vals undanfarin tvö tímabil.Gunnar er 22 ára bakvörður (verður 23 ára í september) og skilaði hann 5,5 stigum og 2,2 stoðsendingum á síðasta tímabili með Valsmönnum. Hann átti einn sinn besta leik í sigri á Haukum á Ásvöllum í janúar þegar hann var með 12 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 21 í framlagi.Tímabilið á undan var Gunnar Ingi með 9,9 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali með Valsliðinu.Áður en Gunnar Ingi kom í Val spilaði hann með Belmont Abbey háskólaliðinu í Norður Karólínu þar sem hann skilaði 7,6 stigum og var með tæplega 40% þriggja stiga nýtingu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.