Enginn á vaktinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar