Handbolti

Kiel tapaði fyrsta leiknum eftir að Alfreð hætti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lasse Svan, nýr fyrirliði Flensburg, lyftir Ofurbikarnum við mikinn fögnuð samherja sinna.
Lasse Svan, nýr fyrirliði Flensburg, lyftir Ofurbikarnum við mikinn fögnuð samherja sinna. vísir/getty

Kiel tapaði fyrir Flensburg, 32-31, í þýska Ofurbikarnum í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að Alfreð Gíslason hætti sem þjálfari liðsins. Akureyringurinn stýrði Kiel með frábærum árangri í ellefu ár.

Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 28-28, og úrslitin réðust í vítakeppni. Þar skoruðu leikmenn Flensburg úr fjórum vítaköstum en leikmenn Kiel úr þremur.

Flensburg varð þýskur meistari á síðasta tímabili en Kiel vann bikarkeppnina. Kiel vann einnig EHF-bikarinn á síðasta tímabili Alfreðs með liðið.

Tékkinn Filip Jicha tók við af Alfreð og stýrði Kiel í fyrsta keppnisleiknum í kvöld.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki á meðal markaskorara hjá Kiel í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.