Handbolti

Elvar með níu mörk og 100% skotnýtingu í fyrsta leiknum með Skjern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Örn fer vel af stað með Skjern.
Elvar Örn fer vel af stað með Skjern. vísir/andri marinó

Elvar Örn Jónsson fór mikinn í sínum fyrsta keppnisleik með Skjern. Selfyssingurinn skoraði níu mörk úr níu skotum þegar Skjern vann öruggan sigur á Lemvig-Thyborøn, 26-38, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Skjern í kvöld og varði 20 skot, þar af þrjú vítaköst.


Björgvin er á sínu öðru tímabili hjá Skjern. Á síðasta tímabili deildi hann markvarðarstöðunni með Emil Nielsen sem er farinn til Nantes í Frakklandi. Núna myndar Björgvin markvarðapar Skjern með Robin Paulsen Haug.

Þetta var einnig fyrsti leikur Patreks Jóhannessonar sem þjálfari Skjern. Þeir Elvar komu til liðsins í sumar frá Íslandsmeisturum Selfoss.

Skjern mætir SønderjyskE í fyrsta leik sínum í dönsku úrvalsdeildinni 3. september næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá tvö mörk frá Elvari úr leiknum í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.