Handbolti

Elvar með níu mörk og 100% skotnýtingu í fyrsta leiknum með Skjern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Örn fer vel af stað með Skjern.
Elvar Örn fer vel af stað með Skjern. vísir/andri marinó
Elvar Örn Jónsson fór mikinn í sínum fyrsta keppnisleik með Skjern. Selfyssingurinn skoraði níu mörk úr níu skotum þegar Skjern vann öruggan sigur á Lemvig-Thyborøn, 26-38, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Skjern í kvöld og varði 20 skot, þar af þrjú vítaköst.Björgvin er á sínu öðru tímabili hjá Skjern. Á síðasta tímabili deildi hann markvarðarstöðunni með Emil Nielsen sem er farinn til Nantes í Frakklandi. Núna myndar Björgvin markvarðapar Skjern með Robin Paulsen Haug.Þetta var einnig fyrsti leikur Patreks Jóhannessonar sem þjálfari Skjern. Þeir Elvar komu til liðsins í sumar frá Íslandsmeisturum Selfoss.Skjern mætir SønderjyskE í fyrsta leik sínum í dönsku úrvalsdeildinni 3. september næstkomandi.Hér fyrir neðan má sjá tvö mörk frá Elvari úr leiknum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.