Ný heilbrigðisstefna –leiðarvísir til framtíðar Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 08:00 Öll viljum við fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta grunnstoðir kerfisins. Heilbrigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveitendur eru margir. Mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr til að tryggja gæði, öryggi og skilvirkni. Það er lögbundið hlutverk heilbrigðisráðherra að marka stefnu í heilbrigðismálum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú í byrjun júní þegar Alþingi samþykkti Heilbrigðisstefnu til 2030. Stefnan var samþykkt mótatkvæðalaust með 45 atkvæðum og er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi eru því mikilvæg tímamót og kærkomin.Fjölbreytt verkefni Verkefni heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar heilbrigðisstefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjónustu við sjúklinga. Um innleiðingu og notkun mælikvarða á gæði og árangur heilbrigðisþjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörfum sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögnunar- og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúklingum að heilbrigðisvandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekkingar. Um leiðsögn og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarðanir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísindastarf, menntun og ótal margt fleira. Aðgerðaáætlun til fimm ára í senn Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi. Innleiðing jafn umfangsmikillar stefnu og heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnubragða þeirra fjölmörgu þjónustuveitenda og hagsmunaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra til ráðuneytisins að samþætta heilbrigðisstefnu inn í stefnu og starfsáætlun hverrar stofnunar. Innleiðing nýrrar heilbrigðisstefnu er hafin en um þessar mundir er verið að kynna stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og nú síðast á Egilsstöðum. Í september verða svo haldnir fundir á höfuðborgarsvæðinu. Á fundunum gefst tækifæri til að kynna stefnuna og ræða við starfsfólk heilbrigðiskerfisins, sveitarfélögin og íbúa hvers umdæmis um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu hratt forstjórar heilbrigðisstofnananna hafa tileinkað sér stefnuna og hversu vel má merkja áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á stefnu og starfsemi heilbrigðisstofnana og annarra lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heilbrigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll. Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heilbrigðiskerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Heilbrigðisstefna til 2030 vísar okkur veginn til þeirrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta grunnstoðir kerfisins. Heilbrigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveitendur eru margir. Mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr til að tryggja gæði, öryggi og skilvirkni. Það er lögbundið hlutverk heilbrigðisráðherra að marka stefnu í heilbrigðismálum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú í byrjun júní þegar Alþingi samþykkti Heilbrigðisstefnu til 2030. Stefnan var samþykkt mótatkvæðalaust með 45 atkvæðum og er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi eru því mikilvæg tímamót og kærkomin.Fjölbreytt verkefni Verkefni heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar heilbrigðisstefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjónustu við sjúklinga. Um innleiðingu og notkun mælikvarða á gæði og árangur heilbrigðisþjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörfum sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögnunar- og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúklingum að heilbrigðisvandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekkingar. Um leiðsögn og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarðanir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísindastarf, menntun og ótal margt fleira. Aðgerðaáætlun til fimm ára í senn Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi. Innleiðing jafn umfangsmikillar stefnu og heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnubragða þeirra fjölmörgu þjónustuveitenda og hagsmunaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra til ráðuneytisins að samþætta heilbrigðisstefnu inn í stefnu og starfsáætlun hverrar stofnunar. Innleiðing nýrrar heilbrigðisstefnu er hafin en um þessar mundir er verið að kynna stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og nú síðast á Egilsstöðum. Í september verða svo haldnir fundir á höfuðborgarsvæðinu. Á fundunum gefst tækifæri til að kynna stefnuna og ræða við starfsfólk heilbrigðiskerfisins, sveitarfélögin og íbúa hvers umdæmis um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu hratt forstjórar heilbrigðisstofnananna hafa tileinkað sér stefnuna og hversu vel má merkja áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á stefnu og starfsemi heilbrigðisstofnana og annarra lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heilbrigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll. Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heilbrigðiskerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Heilbrigðisstefna til 2030 vísar okkur veginn til þeirrar framtíðar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun