Golf

McIlroy 15 milljónum Bandaríkjadala ríkari eftir að hafa orðið FedEx-meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McIlroy glaðbeittur með bikarinn.
McIlroy glaðbeittur með bikarinn. vísir/getty

Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.


Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans.

Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas.

McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.

Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.