Golf

Valdís Þóra komst auðveldlega á annað stigið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valdís Þóra lék vel í Kaliforníu.
Valdís Þóra lék vel í Kaliforníu. vísir/getty

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir reynir nú að tryggja sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni og hún komst auðveldlega í gegnum fyrsta stigið í nótt.

Valdís Þóra lék á 72 höggum í Kaliforníu í nótt. Hún endaði jöfn í 21. sæti og komst þar með inn á annað stig úrtökumótanna.

Valdís Þóra var sex höggum frá því að missa af farmiða á annað úrtökumótið og því var ekkert stress hjá henni.

Annað stigið verður leikið frá 12. til 17. október og þá mun Ólafía Þórunn Kristinsdóttir einnig mæta til leiks. Komast þarf í gegnum þrjú stig úrtökumóta til þess að fá keppnisrétt á LPGA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.