Enski boltinn

Neville vill að United selji nafnið á Old Trafford og lækki miðaverðið hjá kjarnanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville er sparkspekingur Sky Sports.
Gary Neville er sparkspekingur Sky Sports. vísir/getty
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur Sky Sports, vill að United selji nafnið á Old Trafford og fái þar með peninga til þess að lækka miðaverðið á leiki.

Neville var í viðtali hjá öðrum fyrrum knattspyrnumanni, Stan Collymore, sem heldur úti hlaðvarpsþætti en þar var rætt um hvort að það ætti að selja nafnið á Old Trafford.

„Glazer fjölskyldan hefur sagt að vörumerkið Old Trafford sé of stórt til þess að selja nafnið á vellinum. Ég myndi selja nafnið fyrir 60, 70 eða 80 milljónir á ári,“ sagði Neville.

Í stúkunni Streetford End sitja hörðustu stuðningsmenn United en þeir þurfa borga dágóðan pening til þess að komast á völlinn.







Neville vill nýta peninginn til þess að lækka miðaverðið hjá hörðustu stuðningsmönnunum og búa til nýja kynslóð stuðningsmanna.

„Allur sá peningur á þessum tíu árum, 800 milljónir, myndi þýða að Streetford End myndu borga tíu eða tólf pund til þess að komast inn á völlinn.“

„Ég myndi aldrei hætta að kalla hann Old Trafford en þar gætu 80 milljónir næstu tíu árin farið í stuðningsmenn Manchester United. Það væri stórkostlegt!“

Klippuna í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Neville ræðir enn frekar hugmyndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×