Handbolti

Janus dældi út stoðsendingum er Álaborg varð meistari meistaranna eftir Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. vísir/getty
Janus Daði Smárason átti góðan leik fyrir Álaborg sem varð Ofurbikarmeistari í Danmörku með fimm marka sigri á GOG, 30-25.

Álaborg varð tvöfaldur meistari á síðustu leiktíð og fékk GOG tækifæri til þess að keppa við meistaranna í leiknum um Ofurbikarinn eftir að GOG lenti í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Meistararnir voru sterkari í fyrri hálfleik en þeir voru fjórum mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 15-11.

Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik og Álaborg náði að sigla sigrinum heim. Munurinn að endingu fimm mörk, 30-25.





Janus Daði skoraði einungis tvö mörk úr sjö skotum en hann fór á kostum er litið er á stoðsendingarnar. Hann gaf átta talsins.

Viktor Gísli Hallgrímsson var með tæplega 30% markvörslu í marki GOG, Arnar Freyr Arnarsson gerði fimm mörk og Óðinn Þór Ríkharðsson eitt.

Danska deildin hefst um komandi helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×