Golf

Tiger gekkst undir áttundu aðgerðina og snýr aftur í október

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger í síðasta golfmóti sem hann tók þátt í. Næsta mót hans verður í fyrsta lagi í október.
Tiger í síðasta golfmóti sem hann tók þátt í. Næsta mót hans verður í fyrsta lagi í október. vísir/getty

Kylfingurinn Tiger Woods gekkst undir aðgerð í hné á síðustu viku og vonast hann eftir því að snúa aftur á golfvöllinn í október á þessu ári.

Þessi 43 ára gamli kylfingur endaði ellefu ára bið eftir 15. risatitlinum í aprílmánuði er hann sigraði Masters-meistaramótið.

Tiger, sem er nú í áttunda sæti heimslistans, vonast eftir að snúa aftur í lok október er nýjasti viðburður PGA-túrsins, ZOZO-meistaramótið, fer fram í Japan.

Mótið fer fram þann 24. til 27. október en þetta er áttunda aðgerðin sem kylfingurinn magnaði gengst undir vegna meiðsla sinna á síðustu árum.

Fjórar þeirra hafa verið á baki og fjórar í hné en aðgerðin heppnaðist vel að sögn læknisins, Vern Cooley, sem framkvæmdi aðgerðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.