Körfubolti

Dagur Kár „síðasta púslið“ í Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur Kár skrifar undir samninginn.
Dagur Kár skrifar undir samninginn. mynd/grindavík

Dagur Kár Jónsson er genginn í raðir Grindavík á nýjan leik en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við þá gulklæddu.

Dagur Kár lék með Grindavík tímabilið 2017/2018 áður en hann skrifaði undir samning við Stjörnuna fyrir síðustu leiktíð.

Hann lék þó ekkert með uppeldisfélaginu því hann gek kí raðir Flyers Weels í Austurríki og spilaði þar á síðustu leiktíð en nú er hann kominn aftur til Íslands.

„Við erum gríðarlega sátt með hópinn þar sem þessi undirskrift var síðasta pússlið til að starta þessu tímabili,“ segir í tilkynningu Grindavíkur.

Daníel Guðni Guðmundsson stýrir Grindavík í vetur eftir að Jóhann Þór Ólafsson ákvað að taka sér frí frá körfubolta.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.