Körfubolti

Spilaði með Karl-Anthony Towns hjá Kentucky í háskóla en verður með Val í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominique Hawkins í leik með Kentucky.
Dominique Hawkins í leik með Kentucky. Getty/Michael Reaves

Valsmenn eru búnir að finna sér bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta en sá heitir Dominique Hawkins.

Dominique er 24 ára leikstjórnandi sem hefur leikið undanfarin tvö tímabil í Rapla í Eistlandi þar sem hann var með 13,3 stig, 5,8 stoðsendingar og 3,7 fráköst að meðaltali í leik.

Dominique átti mjög merkilegan háskólaferil þar sem hann lék í Kentucky háskólanum undir stjórn John Calipari.

Dominique Hawkins var byrjunarliðsmaður og fyrirliði Kentucky Wildcats liðsins. Með honum í liðinu voru meðal annars menn eins og Karl-Anthony Towns, Andrew Harrison og Willie Cauley-Stein en þeir voru allir valdir í NBA nýliðavalinu.Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2015. Willie Cauley-Stein er svo nýbúinn að gera samning við Golden State Warriors.

Eftir háskólanám spilaði Dominique Hawkins í NBA sumardeildinni með Sacramento Kings þar sem hann var með 2,5 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Í frétt á síðu Valsmanna kemur fram að nokkur NFL lið höfðu áhuga á að fá hann til reynslu eftir háskólanám en hann þykir afar liðtækur varnarbakvörður í ameríska fótboltanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.