Handbolti

Þriðji sigurinn í fjórum leikjum kom gegn Serbíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik strákanna á mótinu.
Úr leik strákanna á mótinu. mynd/hsí
Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum nítján ára og yngri, vann 26-22 sigur á Serbíu í fjórða leik liðsins á HM í Makedóníu.Strákarnir tóku nánast völdin frá fyrstu mínútu og voru 7-5 yfir eftir stundarfjórðung og svo 13-9 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.Ísland byrjaði síðari hálfleikinn frábærlega og komst mest níu mörkum yfir áður en þeir slökuðu aðeins á klónni. Lokatölur 26-22 sigur Íslands.Stíven Tobar Valencia var markahæstur íslenska liðsins með sex mörk en Dagur Gautason var næstur með fimm. Hornamennirnir knáu að skila mörkum.Ísland er því komið með sex stig í riðlinum en liðið hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum. Liðið er með því með sex stig og er komið áfram í næstu umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.