Golf

Fjögurra högga forysta Guðrúnar fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá mundar pútterinn í dag.
Guðrún Brá mundar pútterinn í dag. mynd/gsí

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er með fjögurra högga forystu fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í golfi.

Guðrún lék á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag en hún hefur leikið mjög stöðugt golf alla þrjá daganna.

Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum, annan hringinn á 69 höggum og svo aftur í dag á 70 höggum sem skilar henni þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á morgun.

Ef ekki væri fyrir flottan hring Sögu Traustadóttur, úr GR, í dag ætti Guðrún sigurinn vísan en Saga lék á 70 höggum í dag. Hún er því fjórum höggum á eftir Guðrúnu.

Nína Björk Geirsdóttir, úr Golfklúbbi Mofellsbæjar, er í þriðja sætinu en hún er átta höggum á eftir Guðrúnu og fjórum höggum á eftir Sögu í öðru sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.