Golf

Brjálaðir yfir hægum leik DeChambeau: Tók sér tvær mínútur í pútt | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slórarinn Bryson DeChambeau.
Slórarinn Bryson DeChambeau. vísir/getty

Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau er ekki sá vinsælasti á Northern Trust-mótinu í New Jersey. Raunar er hann búinn að gera alla brjálaða með hægum leik.

DeChambeau, sem á titil að verja á Northen Trust, tók sér meira en tvær mínútur í stutt pútt. Myndbandi af því var dreift á samfélagsmiðlum.

Kylfingar fá 40 sekúndur til að framkvæma högg en DeChambeau stressar sig ekkert á því og tekur sér drjúgan tíma í öll högg.

Margir þekktir kylfingar hafa gagnrýnt DeChambeau fyrir seinaganginn, m.a. Justin Rose, Lee Westwood og Rich Beam. Sá síðastnefndi biðlaði til forráðamanna PGA-mótaraðarinnar um að refsa DeChambeau.


Tommy Fleetwood og Justin Thomas voru með DeChambeau í holli á Northern Trust. Þeir virtust hafa takmarkaðan húmor fyrir drolli Bandaríkjamannsins.

Keppni á lokahring Northern Trust er hafin. DeChambeau er ekki enn byrjaður en þegar þetta er skrifað er hann í 24. sæti á samtals sex höggum undir pari, átta höggum á eftir forystusauðnum Patrick Reed.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.