Golf

Brjálaðir yfir hægum leik DeChambeau: Tók sér tvær mínútur í pútt | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slórarinn Bryson DeChambeau.
Slórarinn Bryson DeChambeau. vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau er ekki sá vinsælasti á Northern Trust-mótinu í New Jersey. Raunar er hann búinn að gera alla brjálaða með hægum leik.

DeChambeau, sem á titil að verja á Northen Trust, tók sér meira en tvær mínútur í stutt pútt. Myndbandi af því var dreift á samfélagsmiðlum.

Kylfingar fá 40 sekúndur til að framkvæma högg en DeChambeau stressar sig ekkert á því og tekur sér drjúgan tíma í öll högg.

Margir þekktir kylfingar hafa gagnrýnt DeChambeau fyrir seinaganginn, m.a. Justin Rose, Lee Westwood og Rich Beam. Sá síðastnefndi biðlaði til forráðamanna PGA-mótaraðarinnar um að refsa DeChambeau.



Tommy Fleetwood og Justin Thomas voru með DeChambeau í holli á Northern Trust. Þeir virtust hafa takmarkaðan húmor fyrir drolli Bandaríkjamannsins.

Keppni á lokahring Northern Trust er hafin. DeChambeau er ekki enn byrjaður en þegar þetta er skrifað er hann í 24. sæti á samtals sex höggum undir pari, átta höggum á eftir forystusauðnum Patrick Reed.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×