Golf

Sækja að Guðmundi Ágústi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Arnar er í toppbaráttunni á Íslandsmótinu í golfi.
Sigurður Arnar er í toppbaráttunni á Íslandsmótinu í golfi. mynd/gsimyndir.net/seth

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, Arnar Snær Hákonarson, GR, og Haraldur Franklín Magnús, GR, sækja að Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, GR, efsta manni Íslandsmótsins í golfi sem lýkur í dag.

Sigurður, Arnar Snær og Haraldur eru jafnir í 2. sætinu á samtals fjórum höggum undir pari. Þeir hafa allir leikið á tveimur höggum undir pari í dag.

Þeir eru tveimur höggum á eftir Guðmundi sem hefur leikið á einu höggi undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari.

Í kvennaflokki virðist fátt geta komið í veg fyrir að Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, verði Íslandsmeistari annað árið í röð.

Hún er með fimm högga forystu á Sögu Traustadóttur, GR. Báðar eru þær nýbyrjaðir á fjórða og síðasta hringnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.