Golf

Guðmundur fór ekki á taugum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Íslandsmeistarinn.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Íslandsmeistarinn. mynd/gsí

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er Íslandsmeistari í golfi árið 2019 en hann spilaði samanlagt á níu höggum undir pari.

Guðmundur var með forystuna fyrir lokahringinn í dag en Rúnar Arnórsson og Haraldur Franklín Magnús settu pressu á Guðmund á lokahringnum.

GR-ingurinn stóðst pressuna og rúmlega það á lokahringnum en hann spilaði í dag á fjórum höggum undir pari. Frábært golf hjá honum og verðskuldaður sigurvegari.

Í öðru sætinu voru Rúnar Arnórsson, Haraldur Franklín Magnús og Arnar Snær Hákonarson jafnir en þeir enduðu allir á fjórum höggum undir pari samanlagt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.