Golf

Guðmundur fór ekki á taugum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Íslandsmeistarinn.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Íslandsmeistarinn. mynd/gsí
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er Íslandsmeistari í golfi árið 2019 en hann spilaði samanlagt á níu höggum undir pari.

Guðmundur var með forystuna fyrir lokahringinn í dag en Rúnar Arnórsson og Haraldur Franklín Magnús settu pressu á Guðmund á lokahringnum.







GR-ingurinn stóðst pressuna og rúmlega það á lokahringnum en hann spilaði í dag á fjórum höggum undir pari. Frábært golf hjá honum og verðskuldaður sigurvegari.

Í öðru sætinu voru Rúnar Arnórsson, Haraldur Franklín Magnús og Arnar Snær Hákonarson jafnir en þeir enduðu allir á fjórum höggum undir pari samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×