Körfubolti

Stólarnir halda áfram að safna liði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sinisa Bilic.
Sinisa Bilic. Mynd/druga.aba-liga.com
Tindastóll heldur áfram að safna liði fyrir Dominos-deild karla í vetur en í gær var tilkynnt að félagið hafði samið við Slóvenann Sinisa Bilic.Bilic skrifar undir eins árs samning við Stólanna en hann er fæddur árið 1989. Hann er stór og öflugur framherji en Bilic er tveir metrar að hæð.Hinn stóri og stæðilegi Bilic er ekki bara öflugur undir körfunni og í teignum heldur er hann talinn einkar öflug þriggja stiga skytta einnig.Bilic hefur komið víða við en síðasta tímabilið spilaði hann með Rogaska Crystal í slóvensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði 27 leiki og var að meðaltali með níu stig að meðaltali í leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.