Illt er verkþjófur að vera Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Gunnar Sigfússon WOW Air Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests. Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu. Nú liggur fyrir að um 6.000 kröfum var lýst í þrotabú WOW air. Eftir að Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar WOW air, var tilkynnt að kröfur í þrotabúið ætti að senda í Grjótagötu 7, á skrifstofu Sveins Andra. Sveinn Andri hefur því í sumar móttekið og sett í möppur hátt í 6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú WOW air eru um 100 sinnum fleiri en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air. Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í frétt Morgunblaðsins 23. maí sl. spurði blaðamaður Svein Andra að því hvað hann ætlaði að rukka þrotabú WOW air fyrir sams konar vinnu og hann innti af höndum hjá EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var að hann myndi ekkert rukka fyrir það. Ástæðan væri sú að þrotabú WOW air sé óvenjulegt út frá stærð þess og „þar sé um mun stærra verkefni að ræða en hjá EK1923 og því annars eðlis“. Sveini Andra þykir því rökrétt að hann rukki fyrir vinnu sem er einn hundraðshluti af vinnu í einu þrotabúi en gefi að fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi, þar sem vinnan er 100 sinnum meiri. Þetta er sambærilegt því að þú færir til tannlæknis og hann tæki 100 þúsund krónur fyrir að smíða í þig tönn. Þú værir svo ánægður með nýju tönnina að þú tilkynntir tannlækninum þínum að þú myndir senda til hans 100 manns úr stórfjölskyldunni þinni og vinahópi og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar tannlækninum væri ljóst hvert umfangið væri við tannsmíðina fyrir alla ættingja þína og vini, myndi hann tilkynna þér hátíðlega að hann myndi ekki rukka krónu fyrir þetta, þar sem verkið væri óvenjulegt út frá stærð þess og vinnan annars eðlis en hún hafi verið við þessa einu tönn hjá þér. Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu? Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi sem farið hefur fremstur í flokki, og staðið á bak við þessa vegferð Sveins Andra, krafðist þess áður en félagið fór í þrot að félag í minni eigu greiddi kröfuna beint til hans framhjá EK ella skyldi ég hljóta verra af. Sá kröfuhafi má eiga það að hann hefur staðið við stóru orðin og hefur lögmaður þessa fyrirtækis unnið náið með Sveini Andra að því að reyna að koma sem mestu höggi á mig og mín félög. Meira um það síðar. Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.Höfundur er fjárfestir
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun